Undanfarin ár hefur verið haldinn vinnu- og fræðsludagur í Hermannsgarði í Guðmundarlundi þar sem áhugasamir ræktendur hafa mætt og notið þess að stússast saman í garðinum stutta stund. Næsti slíkur dagur er fyrirhugaður fimmtudaginn 25. júlí. Stússið byrjar kl. 17 en hægt er að mæta þegar hentar eftir það. Verkfæri verða á staðnum og boðið upp á grillaðar pylsur og gos í dagslok.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands – https://gardurinn.is/event/1213/.