Skuggaskógur er ljósainnsetning í Öskjuhlíð sem ítalski arkitektinn Massimo Santanicchia vinnur í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur, Skógræktarfélag Íslands og fleiri. Komið verður upp fjölda ljósa í skóginum sem gerbreyta ásýnd hans og upplifun fólks sem gengur um hann. Boðið verður upp á skipulagðar göngur undir leiðsögn Gústafs Jarls Viðarssonar, skógfræðings hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, á föstudag, laugardag og sunnudag. Göngurnar taka um 40 mínútur og hefjast kl. 18 og 20 alla dagana. Þátttakendur eru hvattir til að koma með vasaljós með sér. Lagt er að stað frá Nauthólsvegi 106 (við Nauthól).
Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vef Vetrarhátíðar (hér) – undir „Ljósaviðburðir“.