Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.
Til úthlutunar verða samtals 4 milljónir króna. Styrkirnir eru lausir til umsóknar frá og með 1. desember 2010 og umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. janúar 2011. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðum Landgræðslu ríkisins (land.is), Skógræktar ríkisins (skogur.is) og Skógræktarfélags Íslands (skog.is).
Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi (á geisladiski sem rtf, pdf eða word skjal). Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá. Umsóknum skal skila til: Landgræðslusjóðs, Skúlatúni 6, 105 Reykjavík. Skrifa skal skýrt á umslag: „Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson“.