Skip to main content

Um 15 sæti laus í ferð Skógræktarfélagsins til Noregs í haust

Með 16. júlí, 2009febrúar 13th, 2019Fræðsla

Í ár eru 60 ár frá því Skógræktarfélag Íslands stóð fyrst fyrir kynnisferð skógræktaráhugafólks á erlenda grund og var það til Noregs. Í tilefni þess verður Noregur heimsóttur í fræðsluferð Skógræktarfélagsins þetta árið. Þann 3. september verður flogið til Bergen og ekið um suðurhluta landsins til Osló. Gist verður í Bergen, Voss og Hamar á leiðinni til Osló.

Meðal atriða á dagskránni er skoðun á trjásafninu í Bergen, heimsókn í Norska skógarsafnið (Norsk Skogsmuseum), heimsókn í Norska skógarfræbankann (Det Norske Skogfrøverk) í Hamar og „skógarhátíð“ við Sognsvatnið, auk þess sem leiðin liggur um fallegasta hluta Noregs og því margt áhugavert að sjá og skoða á leiðinni.
  
Það  eru um 15 sæti laus í ferðina, þannig að enn er tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á ferðinni að koma með. Nánar má fræðast um ferðina á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands –
www.skog.is. Skráning í ferðina er hjá:

TREX?Hópferðamiðstöðin
Hesthálsi 10
110 Reykjavík
S: 587?6000
Netfang: info@trex.is

Ganga þarf endanlega frá bókun og greiðslu ferðarinnar fyrir lok júlí.