Skip to main content

Tré ársins 2021

Með 23. ágúst, 2021ágúst 25th, 2021Fréttir

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Lambhaga, útnefnir hegg (Prunus padus) í gömlu gróðrarstöðinni við Rauðavatn í Reykjavík, sem Tré ársins 2021, við hátíðlega athöfn miðvikudaginn  25. ágúst  kl. 16:00.

Dagskrá:

1. Setning dagskrár
    Tónlist: Erna Ómarsdóttir og Rakel Björt Helgadóttir
2. Ávarp – Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
3. Afhending á viðurkenningarskjali. Dagur Eggertsson borgarstjóri veitir því viðtöku
4. Ávarp – Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur
5. Mælingar á trénu
6. Veitingar í boði Lambhaga

Allir velkomnir!

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa.