Skip to main content

Tré ársins 2014

Með 14. september, 2014febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Arion banka, útnefnir evrópulerki (Larix decidua) við Arnarholt í Stafholtstungum Tré ársins 2014, við hátíðlega athöfn sunnudaginn 14. september kl. 14.

Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Allir velkomnir.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.


trearsins

(Mynd: Laufey B. Hannesdóttir)