Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. Fyrstu árin var Tré ársins valið á síðum Skógræktarritsins.
Tekið er við ábendingum um tré sem til greina koma allan ársins hring, á skog(hjá)skog.is.