Skógræktarfélag Íslands hefur um áratugaskeið staðið fyrir fræðsluferðum á erlenda grundu þar sem fléttað er saman fræðslu um skóga og skógrækt við almenna náttúru og menningu viðkomandi lands. Fyrirhugað er að fara til Svíþjóðar 2025, en þangað hefur ekki verið farið áður og því fyllilega kominn tími til að heimsækja nágranna okkar í Skandinavíu. Stefnt er að því að ferðast um suðurhluta landsins og skoða þar skóga og heimsækja skógræktaraðila.
Hægt er að skrá sig á áhugalista fyrir ferðina, til að fá nánari upplýsingar um hana um leið og þær liggja fyrir. Hafið samband í síma 551-8150 eða á netfangið skog@skog.is.
Takmarkaður sætafjöldi er í ferðina. Í hana gildir, líkt og fyrri ferðir félagsins, að fyrstur kemur, fyrstur fær!