Sunnudaginn 31. ágúst kl. 13.00 stendur Skógræktarfélag Rangæinga fyrir sveppa/skógargöngu í Bolholtsskógi. Kíkt verður eftir sveppum og skógurinn skoðaður. Gott er að taka með sér körfu og hníf fyrir sveppatínsluna. Mæting við hliðið inn á svæðið.
Allir velkomnir!