Opið hús verður sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi kl. 10:00-17:00. Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu. Verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsinu og við inngang skólans. Kaffiveitingar og markaðstorg með garðyrkjuafurðir. Ýmis konar afþreying er í boði fyrir börnin, s.s. andlitsmálun. Hátíðardagskrá verður kl. 14 – 15 þar sem afhent verða Garðyrkjuverðlaun Landbúnaðarháskóla Íslands, Umhverfisverðlaun Hveragerðis og Umhverfisverðlaun Ölfuss.
Dagskrá:
14:00 – 14:05 Setning – Guðríður Helgadóttir staðarhaldari á Reykjum.
14:05 – 14:25 Garðyrkjuverðlaun 2018 – Landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson
14:25 – 14:30 Tónlistaratriði
14:30 – 14:40 Umhverfisverðlaun Hveragerðis 2018 – Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson
14:40—14:50 Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson
14:50—14:55 Tónlistaratriði
14:55—15:00 Dagskrárlok