Skip to main content

Sumardagskrá í Yndisgörðum

Með 11. júlí, 2015febrúar 13th, 2019Fræðsla

Laugardagur 11. júlí, Hvanneyrarhátíð
Starfsmenn Yndisgróðurs taka á móti fólki í Yndisgarðinum á Hvanneyri til að spjalla og svara spurningum. Stutt leiðsögn um garðinn verður kl. 14:30.

Fimmudagur 16. júlí, Húnavaka
Opinn dagur í Yndisgarðinum á Blönduósi kl. 13:00-15:00. Samson Bjarnar Harðarson verður með leiðsögn og segir frá því hvaða plöntur hafa reynst vel í garðinum.

Laugardagur 25. júlí
Opinn dagur í Yndisgarðinum í Fossvogi kl. 13:00-15:00. Stutt leiðsögn fyrir almenning, Steinunn Garðarsdóttir segir frá garðinum. Í Fossvogi eru auk runna tvö fjölæringabeð sem verður litið á.

Nánari upplýsingar um Yndisgarða á heimasíðu Yndisgróðurs – http://yndisgrodur.lbhi.is/