Haustið 1997 gekkst Skógræktarfélag Íslands, í samvinnu við Landssamband skógareiganda, fyrir kynnisferð til Skotlands. Ferðin stóð yfir dagana 29. september – 7. október og voru þátttakendur 58.
Um skipulagningu í Skotlandi sá Hið Konunglega Skoska Skógræktarfélag (The Royal Scottish Forestry Society), en leiðangursstjóri var Hallgrímur Indriðason. Að auki aðstoðaði við undirbúning Þórarinn Benedikz.
Flogið var til Glasgow og þaðan farin hringferð um skosku hálöndin, undir leiðsögn þriggja heimamanna, þeirra Richard Toleman, Dr. Jean Balfour og Michael Osborne.
Í 1. tölublaði Skógræktarritsins 1999 er grein um ferðina og má lesa hana hér (pdf).