Skógræktarritið, seinna hefti 2012, er komið út. Á kápu er falleg mynd er nefnist Vetrarfuglar eftir Sigurþór Jakobsson.
Að vanda eru fjölmargar áhugaverðar greinar í ritinu:
Heiðursvarðar í skógum landsins, eftir Jón Geir Pétursson
„Hraunið“ – falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, eftir Kristbjörgu Ágústsdóttur
Arður af einum trjágarði – Dálítil saga úr Dýrafirði, eftir Bjarna Guðmundsson
Vöxtur víðis og ásókn fiðrildalirfa, eftir Soffíu Arnþórsdóttur
Ágrip af sögu skóg- og trjáræktar í landi Akureyrarbæjar, eftir Hallgrím Indriðason
Haustlitir, eftir Ágúst H. Bjarnason
Fræðsluferð til Þýskalands, eftir Ragnhildi Freysteinsdóttur
Dipterocarpar: Risar asísku frumskóganna, eftir Jón Ásgeir Jónsson
Borgarskógrækt og ræktun græna netsins, eftir Samson B. Harðarson
Tempraða beltið færist yfir, eftir Þröst Eysteinsson og Arnfried Abraham
Lifandi minnisvarðar á Þingvöllum – Saga og tilurð nokkurra skógarlunda í þjóðgarðinum, eftir Einar Örn Jónsson
Að auki er að finna umfjöllun um Tré ársins 2012, samantekt frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2012 á Blönduósi, upplýsingar um tölfræði skógræktar á Íslandi og minningargrein um Pál Ingimund Aðalsteinsson.
Skógræktarritið er leiðarvísir fyrir alla er rækta tré og skóga og er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi. Það er því vettvangur allra áhugasamra um skógrækt og tengd efni og efnisumfjöllun því mjög fjölbreytt.
Skógræktarritið er selt í áskrift og í lausasölu á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands að Þórunnartúni 6, 105 Reykjavík, sími 551-8150, netfang skog (hjá) skog.is. Nýir áskrifendur fá tvö síðustu rit að gjöf. Nú er rétta tækifærið til þess að prófa áskrift!
Ef áskrifendur vilja gera athugasemdir, t.d. varðandi breytt heimilisfang, er hægt að senda þær á netfangið: skog (hjá) skog.is.