Skip to main content

Skógræktarritið, 2. tbl. 2014, er komið út

Með 10. desember, 2014febrúar 13th, 2019Fræðsla

Að vanda er að finna í ritinu fjölda áhugaverðra greina um hinar ólíku hliðar skógræktar. Meðal annars er fjallað um Tré ársins 2014, reynsluna af jólatrjáarækt á Íslandi, trjávernd í þéttbýli, gróðursetningaáhöld í gegnum tíðina, Skrúð í Dýrafirði, sagt frá fræðsluferð til Sogn- og Fjarðafylkis í Noregi og svo er reynslusaga úr ræktun í Fljótshlíð. Einnig er minnst Sigurðar Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra.
Kápu ritsins prýðir verkið ,,Haust“ eftir Kristínu Arngrímsdóttur.

Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni ritsins er því mjög fjölbreytt og víðtækt og má þar nefna umfjöllun um tiltekna skóga, staði eða trjátegundir, hinar ýmsu hliðar ræktunar og ræktunarskilyrða, skipulag skógræktar, rannsóknir, ferðasögur, viðtöl, minningagreinar og margt fleira.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is.

forsida2014-2