
Annað tölublað Skógræktarritsins 2024 er nú komið út. Að venju er fjallað um hinar ýmsu hliðar skógræktar í ritinu. Að þessu sinni eru meðal annars greinar um Tré ársins 2024, gerð og gildi skógarjaðra, hvað lesa má út úr snjónum í skóginum, íslensku blæöspina, aðalfund Skógræktarfélags Íslands og helstu skógartölur fyrir árið 2023.
Skógræktarritið (áður Ársrit Skógræktarfélags Íslands) er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er selt í áskrift og í lausasölu. Hægt er að gerast á áskrifandi með því að hafa samband við Skógræktarfélag Íslands í síma 551 8150 eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is. Í boði er bæði hefðbundin áskrift og rafræn.