Skógræktarfélag Siglufjarðar fagnaði 80 ára afmæli sínu þann 22. september, en félagið var stofnað þann 22. september 1940. Upphaflega fékk félagið úthlutað landi austanvert í Hólsdalnum sunnan Hóls og hóf þar gróðursetningu, en það reyndist of erfitt land og flutti félagið sig því yfir í Skarðdal, sem hefur verið aðal skógræktarsvæði félagsins síðan og vex þar nú nyrsti gróðursetti skógur landsins.
Skógræktarfélag Íslands óskar Skógræktarfélagi Siglufjarðar til hamingju með afmælið!
Stutt yfirlit yfir starf félagsins í tilefni afmælisins má lesa á vef Trölla – www.trolli.is.