Lærðu að binda þinn eigin jólakrans á útidyrahurðina eða fyrir aðventuna úr furu og greni, skreytta með könglum, mosa, birki eða öðrum efnum.
Kennari: Auður Árnadóttir blómaskreytir.
Staður: Elliðavatn, Gamli salur.
Stund: Miðvikudagur 25. nóvember klukkan 19-22.
Efni innifalið en ef þátttakendur vilja koma með eigið efni til að skreyta með er það velkomið. Vinsamlega komið með litlar garðklippur ef þið eigið.
Skráning: hjá Ástu í síma 8448588 eða á astabard (hja) simnet.is
(Mynd: Skógræktarfélag Reykjavíkur).