Skip to main content

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar: Sumarganga

Með 19. júní, 2014febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Hin árlega sumarganga Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður farin eftir „Jónasarstíg“ í Mosfellsdal fimmtudaginn 19. júní. Lagt verður af stað frá mörkum Æsustaðahlíðar og Varmalands kl. 19:30, þar sem græna skiltið merkt Skógræktarfélag Mosfellsbæjar stendur (sjá kort á heimasíðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar – www.skogmos.net).

Bjarki Bjarnason mun leiða gönguna og segja frá.