Skógræktarfélags Íslands og Katla Jarðvangur, undirrituðu samstarfsyfirlýsingu miðvikudaginn 4. maí er lýtur að því að efla og auka áhuga sveitarfélaga á Suðurlandi á skógi og skógrækt. Unnið verður með Skógræktarfélagi Mýrdælinga, Skógræktarfélaginu Mörk og Skógræktarfélagi Rangæinga að því að vekja athygli á mikilvægi gróðursetningar trjáplantna sem hluta af baráttunni við loftslagsbreytingar, að fræða og virkja yngri kynslóðir og stuðla að sjálfbærri náttúruferðamennsku á Suðurlandi. Er þetta hluti af Skógarfólk verkefninu hjá Skógræktarfélagi Íslands, sem snýst um að styrkja tengsl Skógræktarfélags Íslands við aðildarfélög sín og tengsl félaganna við nágrenni sitt og auka veg skógræktar í íslensku samfélagi. Undirrituðu fulltrúar allra aðila undir samstarfsyfirlýsinguna.
Fulltrúar samstarfsaðilanna að undirritun lokinni. F.v. Elisabeth Bernard, verkefnastjóri samvinnuverkefnisins hjá Skógræktarfélagi Íslands; Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands; Þorsteinn Jónsson, ritari Skógræktarfélags Rangæinga; Berglind Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu Jarðvangs; Sigurgeir Már Jensson, formaður Skógræktarfélags Mýrdælinga og Jón Þorbergsson, formaður Skógræktarfélagsins Merkur.