Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með sjálfboðaliða gróðursetningadag laugardaginn 15. september. Byrjað verður kl. 10:00 og mæting er á bílastæði við sparkvellina skammt fyrir vestan Hvaleyrarvatn. Skógræktarfélagið mætir með plöntur og verkfæri og áhugasamir mæta með góða skapið og vinnugleðina!
Gróðursett verður í brekkurnar við Hamranes, þar sem tippurinn var áður (gömlu haugarnir).
Að gróðursetningu lokinni býður Skógræktarfélagið upp á veitingar í Þöll.
Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.