Skip to main content

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Fræðsluganga – tré og skrautrunnar

Með 5. september, 2009febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Laugardaginn 5. september verður haldið í síðustu fræðslugöngu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í ár. Við munum skoða og ræða tré og runna í trjásafninu í Höfðaskógi og í gróðrarstöðinni. Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg kl. 10.00 árdegis. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund en ekki verður farið hratt yfir. Skógræktarfélagið mun bjóða upp á kaffi að göngu lokinni. Gróðrarstöðin Þöll mun bjóða upp á 20% afslátt af öllum plöntum þennan dag en nú er tilvalinn tími til að gróðursetja og flytja til tré, runna og fjölær blóm. Þöll verður opin frá 10.00 – 18.00 á laugardaginn.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma Skógræktarfélagsins og Þallar: 555-6455.

skogargangaskhafnsept