Þriðjudagskvöldið 30. apríl mun Skógræktarfélag Borgarfjarðar standa fyrir fræðsluerindi og í framhaldi halda aðalfund. Staðsetning: Edduveröld í Englendingavík, Borgarnesi (Skúlagata 17).
Kl. 19:30 Fræðsluerindi. Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur, flytur erindi sem hann nefnir Skyggnst inn í framtíðina – hvert stefnir. Miklar breytingar hafa orðið á trjágróðri hér á landi síðustu ár. Aukinn gróður hefur á margvíslegan hátt breytt umhverfi okkar á jákvæðan hátt, en ræktun í görðum er einnig farin að verða ýmsum til ama á síðari árum. Í erindi sínu ætlar Kristinn að fjalla um trjágróður í görðum og á útivistarsvæðum í og í kringum þéttbýli. Þá mun hann huga að hlutverki garðeiganda, en ekki síst sveitafélaga, í ræktun og varðveislu trjágróðurs.
Kl. 21:00 Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði.
Allir velkomnir!