Skip to main content

Skógrækt og umhverfi á Akranesi

Með 7. mars, 2016febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Skógræktarfélag Akraness stendur fyrir almennum fundi í Grundaskóla mánudaginn 7. mars kl. 20.

Dagskrá:
1) Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur flytur erindi. Hvaða plöntum má bæta inn í skógræktarsvæðin? Berjarunnar, ávaxtatré og fleiri tegundir auk þeirra sem þar eru núna.

2) Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri fjallar um stöðu skógræktar í bænum.
3) Verkefni Skógræktarfélags Akraness á árinu.
4) Umræður og fyrirspurnir.

Unnendur skógræktar, útivistar og fagurs umhverfis á Akranesi og nágrenni eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Það er mikilvægt fyrir Skógræktarfélagið sem og bæjarfélagið að heyra raddir fólks sem hefur skoðanir á umhverfi sínu.

Allir hjartanlega velkomnir!