Andaðu djúpt og njóttu alls þess sem skógurinn hefur upp á að bjóða!
Þriðjudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur skóga hjá Sameinuðu þjóðunum. Þema dagsins árið 2023 er „Skógar og heilbrigði“.
Af því tilefni bjóða Skógræktarfélag Íslands og Grasagarður Reykjavíkur gestum og gangandi í skógarjóga í fallegum lundi í Grasagarðinum þennan dag kl. 18 undir leiðsögn Ragnheiðar Ýrar Grétarsdóttur jógakennara. Að skógarjóganu loknu verður boðið upp á te í garðskála Grasagarðsins.
Mæting er við aðalinngang Grasagarðsins kl. 18 þriðjudaginn 21. mars.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!