Í þættinum Leynifélaginu á Rás 1 þriðjudagskvöldið 11. maí var viðfangsefnið skógar. Meðal annars er langt og skemmtilegt viðtal við einn starfsmann Skógræktarfélags Reykjavíkur, „skógarhöggsmanninn“ Ólaf Erling Ólafsson, en hann er skógavörður á Heiðmörk.
Hlusta má á viðtalið á heimasíðu ríkisútvarpsins.