Skip to main content

Skógarganga: Ber og sveppir

Með 20. ágúst, 2009febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Fimmtudagskvöldið 20. ágúst efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til göngu um Höfðaskóg og nágrenni þar sem hugað verður að sveppum og berjum.

Gangan hefst kl. 20.00 og verður lagt af stað frá Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg. Leiðsögumenn verða starfsmenn og félagar Skógræktarfélagsins sem þekkja til matsveppa og hvers kyns berja. Gangan tekur tæpar tvær klukkustundir.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar: 555-6455.

Stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

skogargangaskhafnagust