Skip to main content

Skógarganga 17. júní

Með 22. júní, 2021Fréttir

Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, stendur nú í sumar fyrir fjórum skógargöngum og fór sú fyrsta fram þann 17. júní í Heiðmörk. Gönguna leiddu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Í göngunni var meðal annars hugað að varpstæði flórgoða við Elliðavatn, en starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur hafa undanfarin ár dregið greinar og sprek að vatninu, sem flórgoðaparinu fellur vel í geð. Einnig var skoðuð efnisvinnsla félagsins og sagt frá umhirðu skógarins, stígagerð, vatnsvernd og fleiru.

Fylgist með heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur – www.heidmork.is og á Facebook-síðu félagsins – https://www.facebook.com/heidmorkin/ – til að fá upplýsingar um næstu göngur.