Skógardagur Skógræktarfélagsins Merkur verður haldinn laugardaginn 20. september kl. 13:30.
Að þessu sinni skoðum við Landgræðsluskóginn á Stjórnarsandi. Mæting er við hliðið á Landgræðslugirðingunni að vestanverðu og síðan er fyrirhugað að ganga austur að Langabakka (um 30 mín.). Fyrir þá sem ekki treysta sér að ganga er boðið upp á akstur.
Í tilefni af 70 ára afmæli félagsins á árinu verður farið í stuttu máli yfir sögu félagsins. Við munum skoða skógræktina, grilla og hafa gaman saman.
Allir þeir sem tóku þátt í gróðursetningu á árum áður eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Stjórn Skógræktarfélagsins Merkur.