Skip to main content

Skátar í heimsókn í Brynjudal

Með 31. júlí, 2009febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Undanfarna daga hefur hópur franskra skáta, sem hingað komu á nýafstaðið skátamót, Roverway 2009, dvalið í góðu yfirlæti í Brynjudal í Hvalfirði, þar sem Skógræktarfélag Íslands er með jólatrjáaræktun. Skátarnir hafa þar unnið að ýmsum verkum, svo sem gróðursetningu og lagfæringu á vegum og annarri aðstöðu, undir leiðsögn starfsmanna Skógræktarfélag Íslands.  Einnig hefur teymi grisjunarmanna verið að störfum í Brynjudal undanfarna tvo daga og hafa skátarnir aðstoðað við að draga út úr skóginum. Grisjunarteymið er hluti af atvinnuátaki 2009-2011, en þeir hafa verið undanfarnar vikur að störfum í næsta nágrenni, á Fossá í Hvalfirði.

Á meðfylgjandi mynd má sjá frönsku skátana, ásamt grisjunarmönnum (í hlífðarbúningum), starfsmönnum skógræktarfélagsins (t.h.) og „aðstoðarverkstjóra“, honum Depli (fyrir miðju).


skatarbrynjudal