Hin árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn kemur þann 7. október. Gróðursett verður á Beitarhúsahálsi skammt frá gömlu kartöflugörðunum. Svæðið er skammt frá gatnamótum Kaldárselsvegar og Hvaleyrarvatnsvegar, norðvestur af Þöll. Byrjað verður kl. 10:00 og reiknað er með að gróðursetningin taki um tvær klukkustundir.
Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að gróðursetningu lokinni.
Allir velkomnir. Komið og takið þátt í uppbyggjandi starfi í góðum félagsskap.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélagsins skoghf.is, fésbókarsíðu eða í síma 555-6455.