Laugardaginn 29. september verður hinn árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gróðursett verður í Vatnshlíðina við Hvaleyrarvatn í minningarlund um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson og verður hafist handa kl. 10.00. Plöntur og verkfæri verða á staðnum.
Best er að komast að svæðinu með því að beygja til hægri fljótlega eftir að komið er inn á Hvaleyrarvatnsveg og aka vegstubbinn vestur með hlíðinni á enda.
Allir sjálfboðaliðar velkomnir. Margar hendur vinna létt verk.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma félagsins: 555-6455.