Skip to main content

Seinna tölublað Skógræktarritsins 2022 er komið út

Með 19. desember, 2022Fréttir

Annað tölublað Skógræktarritsins er nú komið út og í dreifingu til áskrifenda. Ritið er eina tímaritið á Íslandi sérstaklega tileinkað skógrækt og því aðal vettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni Skógræktarritsins er því mjög fjölbreytt.

Að þessu sinni má finna í ritinu umfjöllun um Tré ársins 2022, sem er fyrsta tréð í langan tíma til að ná 30 m hæð hér landi, um skjólbelti og áhrif þeirra á nærviðri og plöntuvöx, um skógrækt á „vonlausum“ svæðum, um lagaumhverfi skógræktar hvað lausagöngu búfjár varðar, um skógræktarferð til Marokkó, um aðalfund Skógræktarfélags Íslands og hugvekju um samspil trjágróðurs og mannfólks, auk yfirlits yfir helstu tölur skógræktar ársins 2021 og minningagreinar.

Frekari upplýsingar um ritið má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: http://www.skog.is/skograektarritid/