Undirritaður var í dag samningur við Skeljung hf. um verkefnið Opinn skóg er snýst um uppbyggingu á skógræktarsvæðum. Undanfarin ár hafa verið opnuð 13 svæði víðsvegar um land og síðast liðið haust var tekinn í notkun nýr lundur að Skógum undir Eyjafjöllum. Stefnt er að opnun skógar á Siglufirði síðar í sumar. Stuðningur Skeljungs er mikilsverður og gerir félaginu kleift að halda verkefninu áfram af fullum krafti.
Samninginn undirrituðu Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs hf (t.v.) og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.