Í apríl 2007 var haldin ráðstefna um landslag, borgarskóga og útivist, í tengslum við vinnufund Care For Us verkefnisins.
SÉRFRÆÐINGAR Í BORGARSKÓGRÆKT Í HEIMSÓKN – CARE FOR US VERKEFNIÐ
Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins Mógilsá er aðili að Norrænum skógræktarrannsóknavettvangi sem kallast SNS (SamNordisk Skogforsking), sem er fjármagnaður af Norrænu ráðherranefndinni. Eitt verkefna SNS kallaðist Care-For-Us og var ætlað að leiða saman vísindamenn og sérfræðinga á vettvangi borgar- og útivistarskógræktar á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Að Íslands hálfu tóku þeir Jón Geir Pétursson og Samson B. Harðarson, fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands, þátt í starfi verkefnisins frá árinu 2006.
Care For Us hópurinn hélt vinnufund í Reykjavík í apríl 2007. Í tengslum við hann var haldin fjölsótt ráðstefna um landslag, borgarskóga og útivist í sal Orkuveitu Reykjavíkur. Þar voru frummælendur tveir sérfræðingar hópsins, þeir Roland Gustavson prófessor við SLU í Svíþjóð og Anders Busse Nilsen lektor við Kaupmannahafnarháskóla.
Sérstaka athygli vakti erindi Rolands, en fjallaði um hvernig hanna má sérstakar útirannsóknastofur í skógum (landscape laboratory) þar sem hægt að rannsakar fjölþætta virkni þeirra, bæði gangvart útivist og lýðheilsu svo og tegundasamsetningu og fjölbreytileika. Hefur hann mikla reynslu útirannsóknastofum frá Alnarp í Svíþjóð. Verið er að athuga hvort koma megi upp slíkri aðstöðu hér á landi.