Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá friðun Bæjarstaðarskógar stendur Skógræktarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um og ferð til Bæjarstaðarskógar dagana 25.-26. september.
Rúta verður frá skrifstofu Skógræktarfélags Íslands föstudaginn 25. september. Ráðstefnan verður svo haldin að morgni laugardagsins 26. september. Að henni lokinni fer fram athöfn vegna útnefningar Trés ársins 2015. Eftir það verður skoðunarferð í Bæjarstaðarskóg undir leiðsögn staðkunnugra, áður en haldið verður aftur til baka.
Skrá þarf sig á ráðstefnuna, en frítt er inn á hana. Fyrir þá sem vilja nýta sér rútuna kostar ferðin kr. 10.000 pr. mann. Skráningarfrestur á ráðstefnuna og/eða í rútuferðina er til 2. september, á netfangið skog@skog.is eða í síma 551-8150. Ráðstefnugestir sjá sjálfir um að útvega sér gistingu.
Dagskrá:
Föstudagur 25. september
Kl. 13:30 | Brottför frá Þórunnartúni 6 austur í Skaftafell/Svínafell/Freysnes |
Laugardagur 26. september
Ráðstefna um Bæjarstaðarskóg – haldin í Freysnesi
Kl. 8:30 | Fræðsluerindi |
Bæjarstaðarskógur í sögulegu samhengi / Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands | |
Gróðurframvinda við Bæjarstaðarskóg / Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur Náttúrufræðistofnun Íslands | |
Kynbætur á Bæjarstaðarbirki / Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur | |
Mikilvægi Bæjarstaðarbirkisins / Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Mógilsár-Skógrækt ríkisins | |
Kl. 10:00 | Athöfn vegna Trés ársins 2015 |
Kl. 11:45 | Hádegishlé |
Kl. 12:30 | Skoðunar-/gönguferð í Bæjarstaðarskóg undir leiðsögn staðkunnugra heimamanna |
Kl. 17:00 | Komið úr gönguferð |
Kl. 17:30 | Brottför frá Skaftafelli til baka til Reykjavíkur |