Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Landgræðsla ríkisins, Matvælarannsóknir Íslands og Veiðimálastofnun standa að ráðstefnunni Landsýn í byrjun mars. Enn er hægt skila inn titlum að erindum sem falla undir efni þessarar ráðstefnu, en hún skiptist í þrjá málstofur: 1) Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun. Hvað hefur gerst og hvað getur gerst? 2) Ástand og nýting afrétta. 3) Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla.
Frestur til að skila inn titlum er til 25. janúar. Sjá nánar á heimasíðu Skógræktar ríkisins (hér).