Fagráðstefna skógræktar 2024 verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 20.-21. mars. Óskað er eftir fyrirlestrum fyrir seinni dag ráðstefnunnar ásamt veggspjöldum sem hanga munu uppi meðan ráðstefnan stendur.
Fyrirlestrar og umræður um þema mynda dagskrá fyrri dags ráðstefnunnar en seinni daginn er rými fyrir hvers kyns málefni sem tengjast skógum og skógrækt, rannsóknum, skógtækni og skyldum efnum. Sækja má um pláss í dagskránni fyrir fyrirlestra á sérstöku eyðublaði og sömuleiðis ef fólk vill leggja til veggspjald á veggspjaldakynningu ráðstefnunnar.
Frestur til að skila inn tillögum að erindum er 31. janúar 2024. Öllum umsækjendum verður svarað í fyrstu viku febrúarmánaðar.
Frestur til að skila inn tilllögum að veggspjöldum er 10. mars 2024.
Skráning á ráðstefnuna hefst fyrri hluta febrúarmánaðar.
Nánari upplýsingar á: https://island.is/s/land-og-skogur/frett/oskad-eftir-fyrirlestrum-og-veggspjoeldum-a-fagradstefnu-skograektar-2024