Í tilefni af vígslu skógarins í Skarðdal á Siglufirði sem „Opins skógar“ verður efnt til hátíðardagskrár föstudaginn 14. ágúst, kl. 15:00-16:30. Er opnunin hluti af Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn er á Akureyri dagana 14. – 16. ágúst. Einnig fagnar Skógræktarfélag Siglufjarðar, sem ræktað hefur upp skóginn í Skarðdal, 75 ára afmæli á árinu.
Dagskrá:
Kristrún Halldórsdóttir, formaður Skógræktarfélags Siglufjarðar, býður gesti velkomna
Lúðraþytur
Opnun
Skógur formlega opnaður með klippingu á borða –
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra
Páll Samúelsson og Elín Jóhannesdóttir
Hátíðarsamkoma í Árhvammi
Ávörp flytja
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
Kristinn Kristjánsson, varaformaður bæjarráðs Fjallabyggðar
Frumsamið afmælisljóð – Páll Helgason
Veitingar
Barnahorn – sérstök dagskrá fyrir börn
Tónlist – Hljómsveitin „Heldri menn“