Laugardaginn 27. ágúst verður Opinn skógur að Fossá í Hvalfirði opnaður með pompi og prakt. Formleg dagskrá hefst kl. 14:00 og eru allir velkomnir.
Dagskrá:
Lúðrasveit leikur við samkomutjald frá kl. 13:45 en dagskráin hefst þar kl. 14:00.
1. Ávarp. Eiríkur Páll Eiríksson, formaður Fossár, skógræktarfélags.
Gengið frá samkomutjaldi að Vigdísarlundi.
Karlakór Kópavogs syngur.
2. Vigdísarlundur formlega opnaður. Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp.
3. Óður til skógarins. Einleikur á flautu: Brynhildur Ásgeirsdóttir.
4. Ávörp flytja:
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs
Fulltrúi styrktaraðila Opinna skóga 2011 (Arion banka og Skeljungs)
Karlakór Kópavogs syngur.
5. Barnadagskrá við samkomutjald í umsjón Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Skátafélagsins Mosverja.
6. Kaffiveitingar í samkomutjaldinu í umsjón skógræktarfélaganna, auk þess sem boðið verður upp á grænmeti frá garðyrkjubændum.
Harmonikkuleikur á meðan á veitingum stendur.
Skátar úr Skátafélaginu Kópum úr Kópavogi verða í útilegu með tjaldbúðir á Fossá þessa helgi.
Allir velkomnir,
Fossá, skógræktarfélag
Skógræktarfélag Kjalarness
Skógræktarfélag Kjósarhrepps
Skógræktarfélag Kópavogs
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar