Í tilefni af vígslu Völvuskógar á Skógum undir Eyjafjöllum sem ,,Opins skógar“ og Degi íslenskrar náttúru þann 16. september, verður efnt til hátíðardagskrár sunnudaginn 15. september, kl. 14:00.
Dagskrá
Ávörp flytja:
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands,
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis– og auðlindaráðherra,
Ágúst Árnason, fulltrúi fyrrum nemenda Skógaskóla og
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra
Boðið verður upp á ratleik og leiðsögn um skóginn, Viðarbandið spilar tónlist og boðið verður upp á veitingar.
Allir velkomnir!