Skip to main content

Opinn jólaskógur í Garðabæ

Með 22. desember, 2010febrúar 13th, 2019Fréttir frá skógræktarfélögum

Laugardaginn 18. desember var opinn jólaskógur í Smalaholti. Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum unnu saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré. Skógrækt hófst í Smalaholti árið 1989 og komið að því að grisja skóginn. Mikil og góð þátttaka var í jólaskóginn, þar sem stórfjölskyldur komu og nutu saman útiveru og völdu sér jólatré.

Þó kalt væri, var kyrrt veður og allir vel búnir til útiveru. Svo var boðið upp á heitt kakó og piparkökur.

Skógræktarfélagið er mjög ánægt með hve þetta tókst vel og samstarfið við Rotaryklúbbinn.

Skógræktarfélag Garðabæjar óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla.

smalaholt1

smalaholt2

(Myndir: Erla Bil Bjarnardóttir)