Skip to main content

Opinn fundur um ný náttúruverndarlög

Með 18. febrúar, 2013febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Landvernd og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands halda opinn fund um heildarendurskoðun náttúruverndarlöggjafar á Íslandi. Markmiðið með fundinum er að draga fram breytingar á núverandi lögum í heild sinni og ræða hvað er til bóta og hvað megi betur fara.

Frumvarpið verður rætt út frá forsendum breytinga á löggjöfinni að mati nefndar um endurskoðun laganna, kynntar verða helstu breytingar miðað við núverandi lög og athugasemdir lagðar fram af nokkrum hagsmunaaðilum frá náttúruverndar- og útivistarsamtökum. Fundinum lýkur með pallborði og umræðum.

Hvenær: 18. febrúar 2013 kl. 20:00 – 22:00
Staðsetning viðburðar: Norræna húsið

Framsöguerindi:
Forsendur breytinga á lögum um náttúruvernd:
Aagot V. Óskarsdóttir, lögfræðingur og ritstjóri hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands.

Frumvarp til laga um náttúruvernd, helstu atriði og breytingar frá fyrri lögum:
Mörður Árnason, alþingismaður.

Athugasemdir áhugahóps um ferðafrelsi:
Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur.

Athugasemdir Útivistar:
Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar

Athugasemdir Landverndar:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

Pallborðsumræður með frummælendum í lokin. Auk þeirra mun Reynir Tómas Geirsson frá Kayakklúbbnum sitja í pallborði.

Fundarstjóri er Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands