Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga hélt opinn dag í Fossselsskógi sunnudaginn 8. júlí. Afhjúpað var minningarskilti um Friðgeir Jónsson og minntist systursonur hans, Árni Sigurbjarnarson, hans með nokkrum orðum. Gaukur Hjartarson fræddi fólk um fugla skógarins, farið var í gönguferð eftir nýjum göngustígum um skóginn og endað á að drekka ketilkaffi við nýtt áningarborð við Kvennabrekku, sem Kvenfélög innan Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga afhentu á opna deginum.
Klara Haraldsdóttir, sambýliskona Friðgeirs Jónssonar, afhjúpar minningarskilti um hann við Geirasel.