Þriðja Opna hús ársins 2011 verður miðvikudagskvöldið 4. maí og hefst kl. 20:00, í fundarsal á jarðhæð Arion-banka, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.
Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur flytur erindi, sem hann nefnir „Þú leysir úr álögum sofandi fræ“. Það er vor í lofti, ilmur gróandans leikur að vitunum og skógarmenn undirbúa vorverkin. Í erindi sínu ætlar Kristinn meðal annars að fjalla um það helsta sem snýr að fræsöfnun, geymslu fræja, sáningu, græðlingarækt og uppeldi.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.