Sjálfboðaliðar Skógræktarfélags Íslands eru þessa dagana að störfum í skógi félagsins í Brynjudal í Hvalfirði. Þegar unnið er í skóginum kemur iðulega eitthvað áhugavert í ljós. Nú nýverið fannst þetta myndarlega hreiður skógarsnípu með eggjum.
Vonast félagið auðvitað til þess að vel gangi til með varpið og fjórir hressir ungar komist á legg í skóginum.