Skógræktarfélag Íslands er nú orðið hluti af Flügger Andelen, en með því geta meðlimir skógræktarfélaga fengið 20% staðgreiðsluafslátt af öllum vörum Flügger og styrkt Skógræktarfélag Íslands í leiðinni.
Félagasamtökin og meðlimir þess kaupa í gegnum staðgreiðslureikning félagasamtakanna og fá að minnsta kosti 20% afslátt af hilluverði í næstu verslun Flügger. Afsláttur gildir af öllum Flügger vörum. Taka þarf fram við kaup hvaða félagasamtök á að styrkja.
Flügger greiðir félagasamtökunum árlega styrktargreiðslu sem er að minnsta kosti 5% af veltu staðgreiðslureikningsins yfir almanaksárið og mun greiðslan nýtast til að sinna aðildarfélögunum.