Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er búið að setja í loftið nýja og glæsilega heimasíðu. Var síðan formlega opnuð á aðalfundi félagsins 7. mars síðast liðinn. Er þar að finna ýmislegan fróðleik um félagið og skógræktarsvæði þess, auk þess sem fylgjast má þar með nýjustu fréttum frá félaginu og þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir.
Slóðin á nýju síðuna er: http://skoghf.is/
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, opnar nýju vefsíðuna formlega (Mynd: BJ).