Skip to main content

Jólabókin í ár?

Með 18. nóvember, 2013febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Ný og glæsileg skógræktarbók Skógarauðlindin – ræktun, umhirða og nýting er komin út. Bókin hentar skógarbændum, ásamt öllum þeim sem áhuga hafa á skógrækt. Hún gefur skýrt og greinargott yfirlit yfir helstu atriði sem hyggja þarf að við ræktun skóga. Farið er yfir undirbúning og skipulagningu skógræktar og helstu framkvæmdaratriði í ræktun og umhirðu miðað við íslenskar aðstæður.

Bókin er gefin út af verkefninu Kraftmeiri skógi, í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landssamtök skógareigenda. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Landbúnaðarháskólans.

 skogabok