Skip to main content

NOREGUR 2000

Skógræktarfélag stóð fyrir skiptiferð til Noregs sumarið 2000, í samvinnu við Salten skogselskap. Flogið var til Bodø í Nordlandsfylki þann 25. júní og voru 42 þátttakendur í ferðinni. Við komuna var hópnum skipt í þrennt og fór einn hópur til Junkerdalen, einn til Skjerstad og síðasti hópurinn til Steigen.

Hópurinn í Junkerdal hafði það sem verkefni að planta skógarfuru og birki í reit, þar sem áður hafði staðið furuskógur, en hafið verið höggvinn. Þegar ekki var verið að vinna var m.a. farið með rútu á Saltfjall til að komast á heimskautsbauginn, í heimsókn til Storjord, til að kynna sér tjörugerð og bolafleytingar og  heimsótt safn um stríðsárin í Rognan.

Hópurinn í Skjerstad fékk leiðsögn um Skjerstad-sveitina, heimsótt var sel og farið á Saltfjall til að komast á heimskautsbauginn, auk þess sem gróðursett var.

Hópurinn sem fór til Steigen vann við að gróðursetja lerki og greni. Auk þess var skoðuð vatnsknúin sögunarmylla í Sagen, mannvistarleifar í Engeløya, kirkjan og byggðasafnið í Steigen og laxeldi.

Hóparnir sameinuðust svo aftur í Bodø í lok ferðar, en flogið var til Keflavíkur aðfaranótt mánudagsins 3. júlí.

Í 2. tbl. Skógræktarritsins 2000 er grein um ferðina og má lesa hana hér (pdf).