Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð í samstarfi við Else Möller fyrir vel heppnuðu námskeiði á Elliðavatni um ræktun jólatrjáa síðast liðið haust. Í ár verður boðið upp á röð námskeiða þar sem sérfræðingar munu fara ofan í saumana á mikilvægum atriðum í ræktun og umhirðu jólatrjáa.
Fyrsta námskeiðið verður haldið þann 11. mars.
Nánari upplýsingar má finna hér (pdf).
Else Möller fjallar um jólatrjáaræktun á námskeiði haustið 2013 (Mynd:RF).